top of page
  • Writer's pictureSvanhildur Olafsdottir

Þegar ástvinur greinist með krabbamein

Kæru félagar

Fimmtudaginn 30.maí kl.17:00 kemur Lóa Björk frá Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélags Íslands til okkar með fræðslu sem kallast Þegar aðstandi greinist með krabbamein.

Við hvetjum alla sem eiga fjölskyldumeðlimi, vinnufélaga eða vini sem greinst hafa með krabbamein, að mæta og hlýða á Lóu sem er hafsjór góðra upplýsinga og ráðlegginga um mismunandi hlutverk í ferlinu. Hvernig við sem aðstandendur getum stutt sem best við okkar ástvin en um leið hvernig við getum hlúð að okkur sjálfum.

Fyrirlesturinn er opinn öllum og að sjálfsögðu er aðgangur frír.

Við hlökkum til að hitta ykkur öll í húsnæði Krabbameinsfélags Árnessýslu að Eyravegi 31, Selfossi6 views

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page