top of page

Aukin þjónusta í heimabyggð

Writer: Svanhildur OlafsdottirSvanhildur Olafsdottir

Krabbameinsfélag Árnessýslu hefur hlotið styrk úr Velunnarasjóði Krabbameinsfélags Íslands til að efla þjónustu í heimabyggð og bjóða uppá námskeið fyrir einstaklinga sem nýlega eru greindir með krabbamein og einstaklinga sem eru í krabbameinsmeðferð.


Námskeiðið, sem unnið er í góðri samvinnu við Leirljós Handverk og Yoga Sálir, ber heitið Grunnur að bata og felur í sér prógram sem miðar að andlegri,- líkamlegri,-og félagslegri heilsu. Námskeiðið er öllum að kostnaðarlausu en mælst er til að þátttakendur séu skráðir félagsmenn í Krabbameinsfélag Árnessýslu og greiði árgjald að upphæð 3.500kr.

Þátttakendur mæta á mánudögum kl.15:00 í jóga í Yoga Sálir að Eyravegi 35 á Selfossi þar sem fram fer hugleiðsla og slökun, á miðvikudögum kl.10:00-12:00 í Leirljós handverk að Hrísmýri 5 á Selfossi þar sem fram fer leirhöndlun og leirmótun ásamt öðrum uppbyggilegum listformum til að vinna að listrænum og sálrænum þáttum. Sálgæsla, fræðsla og stuðningur er hluti af námskeiðinu sem og félagsleg samvera og sameiginleg máltíð.  Þáttakendur mæti einnig einn föstudag í mánuði kl.09:30 í félagsaðstöðuna að Eyravegi 31 á Selfossi þar sem fram fer fræðsla og almennt spjall.


Kynningarfundir varðandi námskeiðið verða haldnir miðvikudaginn 12. febrúar kl.16:00 og miðvikuaginn 19.febrúar kl.16:00 í Leirljós Handverk að Hrísmýri 5 á Selfossi. Þar gefst tækifæri á að fá frekari upplýsingar um innihald og uppsetningu námskeiðsins og skrá sig til þátttöku.

Stefnt er að því að námskeiðið hefist miðvikudaginn 26.febrúar kl.11:00


Frekari upplýsingar má einnig fá með því að senda okkur tölvupóst á arnessysla@krabb.is, senda okkur skilaboð í gegnum messenger eða hafa samband í síma 482 1022 á dagvinnutíma.







 
 

Recent Posts

See All

Alþjóðlegur dagur krabbameina

Í dag, 4.febrúar er Alþjóðlegur dagur krabbameina. Tilgangur Alþjóðlega krabbameinsdagsins er að auka vitund um margar hliðar...

Comments


  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram

Krabbameinfélag Árnessýslu

Reikningsupplýsingar:

325-26-430797

kt. 430797-2209

Þökkum stuðninginn

© 2021 Krabbameinfélag Árnessýslu.
Framkvæmd og öryggi aðstoðað af Wix

Hafa samband

Sendu okkur skilaboð

Takk fyrir að hafa samband!

bottom of page