top of page
Search

Aukin þjónusta við fjölskyldur

Á fundi stjórnar Krabbameinsfélag Árnessýslu í janúar var tekin ákvörðun um að leggja áherslu á þjónustu við fjölskyldur krabbameinsgreindra á árinu 2024.

Fræðsla, ýmsir viðburðir og þjónusta á starfsárinu verða sérstaklega miðuð að fjölskyldum.

Nýlega náði félagið samstarfssamningi við fyrirtækið Sjálfsmildi sem rekið er af fjölskyldufræðingunum Jónínu Lóu Kristjánsdóttur og Ragnheiði Kristínu Björnsdóttur. Fjölskyldum býðst að sækja viðtöl hjá fjölskyldufræðingunum þar sem áhersla er lögð á bataferli fjölskyldunnar í heild. Heimasíðu Sjálfsmildi má skoða hér: www.sjalfsmildi.is

Í fjölskyldumeðferð er horft til fjölskyldunnar sem heildstæðs kerfis þar sem tekið er mið af áhrifamætti fjölskylduheildarinnar og velferð hennar höfð að leiðarljósi.


Jónína Lóa og Ragnheiður Kristín hafa báðar bakgrunn úr heilbrigðisþjónustu, hafa viðbótarmenntun í áfallafræði auk fjölskyldufræðinnar.

Til aukinnar fræðslu og upplýsinga um þjónustuna og hvað fjölskyldumeðferð felur í sér, munu Jónína og Ragnheiður koma til okkar á Eyraveginn þann 22.febrúar kl.17:00.

Hvetjum alla til að mæta og kynna sér þessa góðu og þörfu þjónustu sem félagið býður nú félagsmönnum sínum uppá.


Ragnheiður Kristín, hjúkrunar-og fjölskyldufræðingur

Jónína Lóa hjúkrunar-og fjölskyldufræðingur

 
 
 

Recent Posts

See All
Fékkst þú boð um þátttöku?

Krabbameinsfélag Íslands, Háskóli Íslands og Landspítalinn vinna um þessar mundir að mikilvægri rannsókn á lífsgæðum fólks eftir...

 
 
 

Comments


  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram

Krabbameinfélag Árnessýslu

Reikningsupplýsingar:

325-26-430797

kt. 430797-2209

Þökkum stuðninginn

© 2021 Krabbameinfélag Árnessýslu.
Framkvæmd og öryggi aðstoðað af Wix

Hafa samband

Sendu okkur skilaboð

Takk fyrir að hafa samband!

bottom of page