Þriðjudaginn 3.september s.l áttum við ánægjulega stund með öflugu hlaupurunum sem styrktu starfsemi félagsins í Reykjavíkurmaraþoninu. Félagið bauð í heimsókn á Eyraveginn, færði hlaupurunum smá þakklætisvott fyrir þeirra framlag og bauð uppá súpu sem Bónus gaf í tilefni dagsins.
Með áheitum söfðnuðu hlaupararnir samtals 538.000 krónum.
Fréttamaður frá Sunnlenska.is kom við hjá okkur og tók þessa fínu mynd og er hér birt með þeirra leyfi.
Innilegar þakkir enn og aftur, ykkar styrkur gerir okkur enn stærri og sterkari!
Á myndinni eru hlaupararnir Heimir, Björgvin, Elísa, Þóra Margrét og Hermann. Á myndina vantar Ingþór hlaupara. Svanhildur formaður félagsins fékk að vera með á myndinni :)
Comments