Sunnudaginn 13.október kl.11:00 verður Bleik messa í Selfosskirkju.
Bleikur október er tileinkaður krabbameinum hjá konum og eru einkunnarorð átaksins í ár; Þú breytir öllu. Er þar vísað til þakklætis til aðstandenda okkar sem ávallt standa þétt við bak hverrar konu sem greinist með krabbamein.
Krabbameinsfélag Árnessýslu tekur þátt í messunni og aðstandandi segir frá reynslu sinni og upplifun af því að vera aðstandandi í krabbameinsferli.
Verið öll velkomin
Comments