Ár hvert er október mánuður litaður bleikum lit og krabbameinum hjá konum. Á Íslandi greinist að meðaltali 971 kona með krabbamein á hverju ári. Sem betur fer eru stöðugar framfarir í greiningu og meðferð sem leiða til þess að fleiri lifa af, en í árslok 2023 voru rúmlega tíu þúsund konur á Íslandi, á lífi sem fengið höfðu krabbamein.
Krabbameinsfélag Árnessýslu er eitt af öflugum aðildarfélögum Krabbameinsfélags Íslands og tekur virkan þátt í átakinu í október. Með því að bjóða uppá ýmsa viðburði, skreyta bæinn bleikan, vekja athygli á átakinu og ekki síst að hvetja konur til að mæta í skimun. Félagið leggur áherslu á að bjóða uppá stuðning og aðra þjónustu í heimabyggð, vera sýnileg í samfélaginu og styðja fjölskyldur í krabbameinsferlinu.
Félagið hvetur samfélagið til þátttöku í Bleikum október, skreyta nærumhverfi sitt, klæðast bleiku, lita vinnustaði sína í bleikum lit og leyfa umræðunni um mikilvægi skimana og stuðnings að heyrast. Bleiki dagurinn verður 23.október. Sjálfboðaliðar félagsins standa vaktina í opnu húsi að Eyravegi 31 á Selfossi alla mánudaga, miðvikudag og föstudaga frá 11:00-14:00 og taka hlýlega á móti ykkur.
Dagskrá Bleika október á vegum Krabbameinsfélags Árnessýslu:
o Snyrtinámskeið 8. október kl.17:00 Húsnæði Krabbameinsfélags Árnessýslu, Eyravegi 31, Selfossi - skráning á arnessysla@krabb.is
o Sorg og sorgðarviðbrögð með Möggu Steinu 10.október kl.17:00 Húsnæði Krabbameinsfélags Árnessýslu, Eyravegi 31, Selfossi – opið öllum, frír aðgangur.
o Bleik messa í Selfosskirkju 13.október kl.11:00
o Bleika boðið 18. október á Hótel Selfoss – Allir velkomnir
o Bleikt kaffiboð 23.október í opnu húsi á Eyravegi 31 milli 11:00-14:00 – Allir velkomnir
o Bleik messa í Hveragerðiskirkju 27.október kl.20:00
o Sogæðabjúgsnámskeið 24. október kl.17:00 með Nínu Dóru Óskarsdóttur sjúkraþjálfara Húsnæði Krabbameinsfélags Árnessýslu, Eyravegi 31, Selfoss – opið öllum, frír aðgangur
Opmerkingen