Krabbameinsfélag Árnessýslu er virkilega stolt af þjónustu félagsins sem lítur að endurhæfingu í kjölfar krabbameinsgreiningar. Við vitum að krabbameinsmeðferð getur haft mikil áhrif á sál, líkama og daglegt líf og viljum við styðja við okkar félagsmenn í þeirra uppbyggingu.
Endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda tekur til andlegra, líkamlegra og félagslegra þátta. Innihald endurhæfingarinnar er: hreyfing, iðja, slökun, teygjur, sálgæsla og nærandi samvera. Endurhæfingin er jafnt fyrir þá sem eru í meðferð og hafa lokið meðferð. Endurhæfingin fer fram 4-5 sinnum í viku og unnið er að einstaklingsmiðuðum markmiðum.
Utanumhald, nánari upplýsingar og skráning fer fram hjá Margréti Steinunni í síma: 892-0856 eða á netfangi: msg14@hi.is
Fyrsta samvera er fimmtudaginn 5.september kl.15:00 í húsi félagsins að Eyravegi 31 á Selfossi. Þar verður farið yfir uppsetningu endurhæfingarinnar og stundaskrá vetrarins kynnt.
Hvetjum ykkur til að kynna ykkur endurhæfinguna, skrá ykkur og njóta uppbyggingarinnar með okkur.
Hlökkum til að sjá þig
Comments