top of page
Search

Fékkst þú boð um þátttöku?

Krabbameinsfélag Íslands, Háskóli Íslands og Landspítalinn vinna um þessar mundir að mikilvægri rannsókn á lífsgæðum fólks eftir greiningu krabbameins.


Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á síðbúnar og langvinnar aukaverkanir sem geta haft áhrif á lífsgæði þeirra sem hafa greinst með krabbamein. Lífsgæði þeirra og heilsa, verða borin saman við lífsgæði einstaklinga sem eru í krabbameinsmeðferð annars vegar og hinsvegar þeirra sem aldrei hafa greinst með krabbamein.


Tíu þúsund þáttakendur hafa verið valdir úr Krabbameinsskrá Íslands þar sem skráð eru öll krabbamein og forstig þess auk þess sem sex þúsund einstaklingar sem tilheyra samanburðarhópi voru valdir af handahófi og hafa fengið boð um þátttöku.


Krabbameinsfélag Árnessýslu hvetur alla sem hafa fengið boð um þátttöku, að þiggja boðið og hafa áhrif í rannsókn þar sem niðurstöður geta vonandi orðið leiðbeinandi og lýsandi fyrir þjónustuþörf í kjölfar krabbameinsgreiningar.  


Ef þú fékkst boð um þátttöku þá getur þú smellt á þennan link https://www.krabb.is/rannsoknir/lifsgaedi og skráð inn lykilorðið sem fylgdi boðinu.


Með fyrirfram þökk fyrir ykkar framlag til rannsóknarinnar.


 
 
 

留言


  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram

Krabbameinfélag Árnessýslu

Reikningsupplýsingar:

325-26-430797

kt. 430797-2209

Þökkum stuðninginn

© 2021 Krabbameinfélag Árnessýslu.
Framkvæmd og öryggi aðstoðað af Wix

Hafa samband

Sendu okkur skilaboð

Takk fyrir að hafa samband!

bottom of page