Við fengum tækifæri til að kynna starfsemi félagsins fyrir Oddfellow reglustúku nr. 27 Atli, á Selfossi fimmtudaginn 5.desember síðastliðinn auk þess sem þeir Oddfellow bræður veittu félaginu ríkulegan styrk.
5.desember var jafnframt alþjóðadagur sjálfboðaliðans og því vel við hæfi að kynna starfsemi félagsins sem að stórum hluta er sinnt í sjálfboðastarfi.
Þetta er í annað sinn sem stúkan Atli veitir félaginu fjárstyrk til starfseminnar, fyrst 2023 og nú 2024. Styrkir sem þessi skipta gríðarlega miklu máli fyrir félagið sem eingöngu er rekið af styrkjum og félagsgjöldum, þeir gefa tækifæri til að efla þjónustu og stuðning við félagsmenn auk þess sem hlýhugur frá samfélaginu hvetur okkur og eflir áfram til þróunar og hugmynda með það að markmiði að vera til staðar, veita stuðning og fræðslu til krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra.
Krabbameinsfélag Árnessýslu þakkar Oddfellow stúku nr.27 á Selfossi fyrir styrkinn og hlakkar til frekara samstarfs til góðra verka í þágu félagsmanna.
Á myndinni eru, talið frá vinstri; Ragnar, Svanhildur, Högni og Kári.
Коментарі