Hún var í senn falleg og tilfinningaþrungin Bleika messan í Selfosskirkju að morgni 13.október.
Sr. Ása Björk Ólafssdóttir leiddi messuna og tónlistina sá Edit organisti um ásamt meðlimum kirkjukórsins. Ræðumaður messunar var Þorvaldur Guðmundsson og sagði hann frá upplifun sinni af því að vera aðstandandi í krabbameinsferlinu. Kolbrún J. Erlendsdóttir, eiginkona Þorvaldar greindist með krabbamein fyrir nokkrum árum og fóru þau í gegnum erfitt greiningarferli og meðferð.
Frásögn Þorvaldar lýsti því svo vel hversu mikilvægt hlutverk aðstandenda er en um leið hversu mikilvægt það er að huga einnig að heilsu þeirra sem standa krabbameinsgreindum næst. Það fylgja því margar og flóknar tilfinningar að horfa uppá ástvin veikjast og krabbameinsferlið hefur ekki síður áhrif á aðstandendur.
Krabbameinsfélag Árnessýslu þakkar Selfosskirkju fyrir góða samvinnu í Bleiku messunni og þakkar Þorvaldi fyrir einlæga og áhrifamikla frásögn.
Á myndinni eru hjónin Þorvaldur og Kolbrún, Ása Björk prestur og Svanhildur formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu
Comments