top of page
Writer's pictureSvanhildur Olafsdottir

Gleðilega aðventu

Gleðilega aðventu kæru félagar og vinir.

Haustið hefur verið viðburðaríkt hjá félaginu og margar góðar samverur sem við höfum átt saman.

Í október héldum við Bleika boðið sem heppnaðist að okkar mati mjög vel og erum við innilega þakklát ykkur öllum fyrir þátttökuna. Einnig tókum við þátt í bleikum messum, bæði í Selfosskirkju og Hveragerðiskirkju og er slík þátttaka mjög mikilvæg fyrir okkur þar sem kærleikur og samstaða  umlykur okkur öll.

Í nóvember bauð félagið uppá tvo fyrirlestra, við fengum Jónínu Lóu hjúkrunar-og fjölskyldufræðing til okkar með fyrirlestur um parsambandið og Margrét Steinunn sálgætir var með fyrirlestur um streitu. Báðir fyrirlestrarnir voru virkilega góðir og efnið fræðandi og gagnlegt fyrir okkur öll. Boðið var uppá piparkökuskreytingar ásamt heitu súkkulaði í góðum félagsskap í lok nóvember þar sem félagsmenn buðu börnum og barnabörnum með í nærandi samverustund.

Framundan er mánuður sem getur verið blandaður af tilhlökkun og sorg, mánuður þar sem við þurfum stundum meira á hvort öðru að halda en vanalega og viljum við hvetja alla til að nýta sér sálgæslustundir sem félagið býður uppá og verða auglýstar sérstaklega. Samvera í góðum félagskap í opnu húsi getur einnig verið nærandi og styrkjandi.

Félagsmenn ætla að gera sér glaðan dag á aðventunni og borða saman jólamat í Tryggvaskála í byrjun desember og svo verður aðventukaffi um miðjan desember í opnu húsi.


Sjálfboðaliðar okkar fá verðskuldað jólafrí og verður síðasta opna hús fyrir jólafrí þann 20.desember. Við opnum aftur mánudaginn 13.janúar 2025

 

Stjórn Krabbameinsfélags Árnessýslu sendir hlýjar aðventu og jólakveðjur.




24 views

Recent Posts

See All

Comentarios


bottom of page