Hrossakjöt og skemmtun
- Svanhildur Olafsdottir
- Apr 12
- 1 min read
Kiwanisklúbburinn Búrfell á Selfossi ásamt Hvítahúsið verða með alvöru Hrossaveislu og skemmtikvöld síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23 apríl kl 19:00.
Boðið verður uppá Hrossabjúgu og saltað hrossakjöt ásamt tilheyrandi meðlæti.
Fram koma m.a. gleðigjafinn Hermann Árnason og söngparið Guðný Lára Gunnarsdóttir og Stefán Örn Viðarsson. Veislustjóri kvöldsins verður Sölvi Hilmarsson kokkur og grínisti.
Boðin verða upp tvö falleg og glæsileg málverk, annars vegar verkið Krunk Krunk eftir listamanninn Ingvar Thor og málverkið Hugarró eftir Óskar Arnar Hilmarsson listmálara.
Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélags Árnessýslu.
Kveðjum veturinn með stæl og styrkjum gott málefni í leiðinni. Miðasala á viðburðinn: https://midasala.hvita.is/vidburdir/


Comments