Vikan er uppfull af tækifærum til góðra og notalegra samverustunda.
Á fimmtudaginn 14. desember kl.17:00 kemur Ragnheiður Hafstein jógakennari til okkar með fyrirlestur um núvitund. Það efni á vel við nú í desember þegar við eigum það til að missa hugann á flug og finnum streituna læðast að okkur. Fyrirlesturinn er öllum opinn, ekki þörf á að skrá sig og að sjálfsögðu frítt fyrir alla.
Föstudagurinn 15.desember er síðasti opnunardagur fyrir jólafrí og okkar dásamlega duglegu sjálfboðaliðar fá verðskuldaða hvíldardaga fram á nýtt ár. Við opnum húsið á nýju ári þann 8.janúar kl.11:00.
Við hlökkum til að hitta ykkur í vikunni.
Comments