top of page
  • Writer's pictureSvanhildur Olafsdottir

Krabbameinsfélag Árnessýslu 53 ára

Krabbameinsfélag Árnessýslu fagnaði sínu fimmtugasta og þriðja starfsafmæli í dag en félagið var stofnað þennan dag árið 1971.

Óhætt er að segja að starfsemin hafi breyst mikið frá stofnun félagsins en alla tíð hafa öflugir sjálfboðaliðar starfað með félaginu og þökkum við okkar forverum fyrir þeirra starf og sterkan grunn sem ánægjulegt er að byggja á. Starf sjálfboðaliða er enn þann dag í dag máttarstólpi starfseminnar og erum við svo þakklát okkar sjálfboðaliðum, fyrir þeirra óeigingjarna starf í þágu félagsins.

Margir gestir komu til okkar í dag og bauð félagið uppá SS pylsur, heimabakaða köku og Kjörís gaf íspinna.

Við þökkum öllum gestum okkar innilega fyrir komuna og ánægjulega samverustund73 views

Recent Posts

See All

Comentarios


bottom of page