top of page
  • Writer's pictureSvanhildur Olafsdottir

Perlað með Krafti

Þann 6.febrúar næstkomandi ætlar Krabbameinsfélag Árnessýslu að leggja Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, lið í þeirra öflugu fjáröflun sem felst í að perla hið fallega Krafts amband.

Í áraraðir hefur Kraftur staðið fyrir öflugri þjónustu og hefur Krabbameinsfélag Árnessýslu átt í góðu samstarfi við félagið.

Yfirskrift fjáröflunarátaks og vitundarvakningu Krafts í ár er Vertu perla – Berðu Lífið er núna armbandið og vísar það til þess að með því að bera armbandið sé fólk að sýna stuðning með ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum en félagsmenn okkar taka alltaf eftir því þegar þau sjá fólk bera armbandið úti í samfélaginu.

Perlað verður í Tryggvaskála þann 6.febrúar frá klukkan 16:00-19:00 og er öllum velkomið að koma og taka þátt í að perla.

Hlökkum til að hitta þig og þína.18 views

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page