Kæru félagar
Fimmtudaginn 12.desember kl.17:00 bjóðum við uppá sálgæslustund með Margréti Steinunni sálgæti, í húsnæði okkar að Eyravegi 31, Selfossi.
Desember mánuður getur oft reynst erfiður og tilfinningarnar sorg og gleði takast á í hjörtum okkar. Samvera í kærleika, hlýju og skilningi getur stundum hjálpað okkur að kyrra hugann, takast á við tilfinningarnar og leyfa okkur að finna von.
Við hvetjum ykkur til að þiggja þessa mikilvægu og dýrmætu stund undir handleiðslu Möggu Steinu sem hefur starfað þétt með félaginu í langan tíma.
Aðgangur opinn fyrir alla og hvetjum við aðstandendur einnig til að mæta.
Comments