top of page
  • Writer's pictureSvanhildur Olafsdottir

Starfsemin í desember 2023

Jólamánuðurinn hefur bæði hlýjan sjarma og gleði í för með sér en á sama tíma getur hann reynst mörgum erfiður af ýmsum ástæðum. Við munum leggja áherslu samverur í desember þar sem við finnum styrkinn í að tilheyra samfélagi sem byggir á skilningi, trausti og umhyggju. Laugardaginn 2.desember var haldin fjölskyldusamvera á Eyraveginum þar sem fullorðnir og börn hittust og skreyttu piparkökur og piparkökuhús, heitt súkkulaði með rjóma var í boði og mátti sjá mörg vel skreytt piparkökuhús verða til. Að kvöldi þess 2.desember var haldin jólaveisla í Tryggvaskála þar sem félagsmenn nutu samverunnar og gæddu sér á góðum mat, áttu gott spjall og notalega stund.

Skapast hefur sú hefð að bjóða uppá sálgæslu í desember mánuði. Sálgæsla getur verið mikilvæg fyrir okkur þegar við tökumst á við veikindi, sorg, söknuð eða breytingar í lífinu sem hafa áhrif á okkar daglega líf. Sálgæslan verður 13.desember kl.17:00 er öllum opin og hvetjum við alla til að nýta sér hana.  

Það er alltaf notalegt að koma á Eyraveginn, í fallegu og hlýlegu félagsaðstöðuna okkar sem við erum svo þakklát fyrir að hafa. 

Minnum á símann okkar 482 1022 og netfangið okkar, arnessysla@krabb.is 

Óskum ykkur notalegra stunda í desember, munið að huga að ykkur sjálfum og þiggja þann stuðning og styrk sem þið þurfið á að halda.

4 views

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page