Skemmtileg hugmynd hjá Kiwanisklúbbnum Búrfell og Hvíta húsinu á Selfossi en í sameiningu var staðið fyrir hrossakjöts kvöldi í Hvíta húsinu á síðasta degi vetrar. Fjölmargir gestir tóku þátt í kvöldinu og styrktu starfsemi félagsins líkt og listamennirnir Klara Ósk Sigurðardóttir, söngkona og Grétar Lárusson, trúbador.og skemmtikraftarnir Guðni Ágústsson og Ásmundur Friðriksson sem öll gáfu vinnu sína til styrktar félagsins.
Krabbameinsfélag Árnessýslu þakkar innilega fyrir veittan stuðning og ríkulegan styrk sem nýttur verður til stuðnings við félagsmenn og áframhaldandi þjónustu við krabbameinsgeinda og fjölskyldur þeirra.

Við afhendingu styrksins. F.v: Jón Ólafur Vilhjálmsson og Diðrik Haraldsson frá Kiwanisklúbbnum Búrfelli, Einar Björnsson frá Hvítahúsinu og Svanhildur Ólafsdóttir og Erla Sigurjónsdóttir frá Krabbameinsfélagi Árnessýslu. Ljósmynd: DFS.is/HGL.
Comments