top of page
Search

Styrkur frá Oddfellow stúku nr.28 Atli

Fyrr á þessu ári var Oddfellowstúkan nr. 28. Atli hér á Selfossi 10 ára. Var að því tilefni samþykkt að veita nokkra styrki úr sjóði stúkunnar og eru þar á meðal 400.000 kr. styrkur til Krabbameinsfélags Árnessýslu.

Við fengum góða fulltrúa Oddfellow stúkunnar, þá Kára Helgason og Róbert Dan Bergmundsson í heimsókn til okkar á Eyraveginn í dag, 19.desember. Við áttum skemmtilegt samtal um starfsemi félagsins, möguleika til uppbyggingar og tækifæra til nýjunga.

Um leið og við þökkum þessum góðu herramönnum fyrir komuna á Eyraveginn sendum við Oddfellowstúku nr.28, Atla bestu þakkir fyrir þeirra ríkulega styrk til starfsemi félagsins.


Á myndinni er Svanhildur, formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu ásamt þeim Kára og Róberti.



 
 
 

Recent Posts

See All
Fékkst þú boð um þátttöku?

Krabbameinsfélag Íslands, Háskóli Íslands og Landspítalinn vinna um þessar mundir að mikilvægri rannsókn á lífsgæðum fólks eftir...

 
 
 

Comments


  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram

Krabbameinfélag Árnessýslu

Reikningsupplýsingar:

325-26-430797

kt. 430797-2209

Þökkum stuðninginn

© 2021 Krabbameinfélag Árnessýslu.
Framkvæmd og öryggi aðstoðað af Wix

Hafa samband

Sendu okkur skilaboð

Takk fyrir að hafa samband!

bottom of page