top of page
Writer's pictureSvanhildur Olafsdottir

Styrkur frá Oddfellow stúku nr.28 Atli

Fyrr á þessu ári var Oddfellowstúkan nr. 28. Atli hér á Selfossi 10 ára. Var að því tilefni samþykkt að veita nokkra styrki úr sjóði stúkunnar og eru þar á meðal 400.000 kr. styrkur til Krabbameinsfélags Árnessýslu.

Við fengum góða fulltrúa Oddfellow stúkunnar, þá Kára Helgason og Róbert Dan Bergmundsson í heimsókn til okkar á Eyraveginn í dag, 19.desember. Við áttum skemmtilegt samtal um starfsemi félagsins, möguleika til uppbyggingar og tækifæra til nýjunga.

Um leið og við þökkum þessum góðu herramönnum fyrir komuna á Eyraveginn sendum við Oddfellowstúku nr.28, Atla bestu þakkir fyrir þeirra ríkulega styrk til starfsemi félagsins.


Á myndinni er Svanhildur, formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu ásamt þeim Kára og Róberti.



67 views

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page