Í dag fengum við tvo fulltrúa frá Bifhjólasamtökum Suðurlands, Postulunum, í heimsókn til okkar á Eyraveginn og afhentu þeir félaginu styrk að upphæð 100.000.
Bifhjólaklúbburinn var stofnaður 2000 og hafa ásamt því að halda reglulega hjólafundi, sinnt ýmiskonar góðgerðarstarfi bæði hér á Suðurlandi og á landsvísu.
Krabbameinsfélag Árnessýslu þakkar Postulunum kærlega fyrir þeirra styrk til starfseminnar.
Comments