Grétar Matt er tónlistarmaður Bleika Boðsins í ár.
Grétar er vinsæll trúbador og hefur nýlega tekið upp sína fyrstu 12 laga breiðskífu, Unbreakable með lögum sem hann samdi sjálfur, bæði lög og texta.
Grétar hefur stutt vel við Krabbameinsfélag Árnessýslu í gegnum tíðina og spilað áður í Bleika Boðinu auk þess að koma fram á Styrkleikunum sem félagið hélt í tvígang.
Grétar er bæði rokkari og stuðpinni sem kann öll heimsins lög og verður ekki í vandræðum með að fá okkur út á dansgólfið.
Grétar Lárus Matthíasson
コメント