Það ríkir alltaf mikil spenna og eftirvænting þegar undirbúningur fyrir Bleika Boðið á sér stað og hinn bleiki og skemmtilegi október mánuður nálgast.
Bleika Boðið verður haldið föstudaginn 18.október n.k á Hótel Selfoss og er þetta í sjötta sinn sem félagið stendur fyrir þessum stóra og skemmtilega fjáröflunarviðburði.
Við höfum fengið til liðs við okkur frábært listafólk, vel gengur að afla vinninga í happdrættið og nú í dag áttum við fund með eigendum skreytingaþjónustunnar Tilefni sem ætla að sjá um skreytingar á salnum.
Við erum mjög spennt fyrir samstarfi við Tilefni og erum þeim virkilega þakklát að leggja okkur lið við að gera Bleika Boðið enn glæsilegra!
Við hlökkum til að kynna fyrir ykkur dagskrána á næstu vikum.
Hanna Margrét Arnardóttir & Rakel Guðmundsdóttir, stofnendur og eigendur Tilefni www.tilefni.is
Comments