top of page

Uppistand í Bleika Boðinu

Writer's picture: Svanhildur OlafsdottirSvanhildur Olafsdottir

Við kynnum grínista og uppistandara Bleika Boðsins 2024.

Björk Guðmundsdóttir er leikkona og grínisti. Hún útskrifaðist sem leikkona frá Listaháskóla Íslands 2021. Síðastliðin 10 ár hefur Björk starfað í Þjóðleikhúsinu sem lykilmeðlimur spunahóps Improv Íslands og var lengi vel yngsti meðlimur hópsins.

Björk hefur leikið í hinum ýmsu sketsum og sjónvarpsþáttum. Nýlegasta verkefnið hennar er að leika Dísu í Flamingo bar og Betu í Skvíz. Hún hefur skrifað og leikið í verkefnum á borð við „Eurovision-gleðin okkar 12 stig“ á dagskrá RÚV. 

Björk mætir með 15-20 mínútna uppistand sem er samansafn af uppátækjasamri barnæsku hennar, ævintýrum sem hún lenti í þegar hún bjó út í Vermont  Bandaríkjunum og aðstæðum þar sem hún kemur sér í vandræði og reynir að leysa þau á kómískan hátt.



40 views

Recent Posts

See All

Comments


  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram

Krabbameinfélag Árnessýslu

Reikningsupplýsingar:

325-26-430797

kt. 430797-2209

Þökkum stuðninginn

© 2021 Krabbameinfélag Árnessýslu.
Framkvæmd og öryggi aðstoðað af Wix

Hafa samband

Sendu okkur skilaboð

Takk fyrir að hafa samband!

bottom of page