top of page
Writer's pictureSvanhildur Olafsdottir

Uppistand í Bleika Boðinu

Við kynnum grínista og uppistandara Bleika Boðsins 2024.

Björk Guðmundsdóttir er leikkona og grínisti. Hún útskrifaðist sem leikkona frá Listaháskóla Íslands 2021. Síðastliðin 10 ár hefur Björk starfað í Þjóðleikhúsinu sem lykilmeðlimur spunahóps Improv Íslands og var lengi vel yngsti meðlimur hópsins.

Björk hefur leikið í hinum ýmsu sketsum og sjónvarpsþáttum. Nýlegasta verkefnið hennar er að leika Dísu í Flamingo bar og Betu í Skvíz. Hún hefur skrifað og leikið í verkefnum á borð við „Eurovision-gleðin okkar 12 stig“ á dagskrá RÚV. 

Björk mætir með 15-20 mínútna uppistand sem er samansafn af uppátækjasamri barnæsku hennar, ævintýrum sem hún lenti í þegar hún bjó út í Vermont  Bandaríkjunum og aðstæðum þar sem hún kemur sér í vandræði og reynir að leysa þau á kómískan hátt.



39 views

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page