top of page
Search

Vel sóttur Aðalfundur

Aðalfundur Krabbameinsfélags Árnessýslu fór fram 18.apríl kl.18:00 í húsnæði félagsins að Eyravegi 31


Vel var mætt á fundinn, sem fór fram samkvæmt hefðbundnum aðalfundarstörfum undir stjórn Margrétar Ingþórsdóttur fundarstjóra. Ritari fundarins var Ingibjörg Jóhannesdóttir.

Kosning stjórnar fór fram og urður niðurstöður þær að engar breytingar urðu á stjórn þar sem Karen Öder og Katrín Stefanía hlutu endurkjör.

Stjórn Krabbameinsfélags Árnessýslu skipa: Svanhildur Ólafsdóttir formaður, Eygló Aðalsteinsdóttir varaformaður, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Guðmunda Egilsdóttir, Karen Öder, Katrín Stefanía Klemenzardóttir, Högni Sigurjónsson. 


Jón Sigurðsson félagsmaður sagði frá sinni upplifun og reynslu af þátttöku í endurhæfingu á vegum félagsins. Frásögnin var einlæg og gaf okkur innsýn í hve mikilvægur endurhæfingarhópurinn er fyrir okkar félagsmenn.


Helgi Hafsteinn og Sigurður Böðvarsson krabbameinslæknar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands voru gestir fundarins og sagði Helgi okkur frá starfseminni á HSU auk þess að fræða okkur um ýmis krabbamein.  


Fundargestum var boðið uppá súpu og brauð í lok fundar og gafst rými fyrir spjall og notalega samveru.


Stjórn félagsins þakkar fyrir góða þátttöku á fundinum og það traust sem stjórninni er sýnt til áframhaldandi uppbyggingar á þjónustu í heimabyggð.


Stjórn Krabbameinsfélags Árnessýslu

Jón Sigurðsson

Helgi Hafsteinn og Sigurður Böðvarsson

 
 
 

Recent Posts

See All
Fékkst þú boð um þátttöku?

Krabbameinsfélag Íslands, Háskóli Íslands og Landspítalinn vinna um þessar mundir að mikilvægri rannsókn á lífsgæðum fólks eftir...

 
 
 

Comments


  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram

Krabbameinfélag Árnessýslu

Reikningsupplýsingar:

325-26-430797

kt. 430797-2209

Þökkum stuðninginn

© 2021 Krabbameinfélag Árnessýslu.
Framkvæmd og öryggi aðstoðað af Wix

Hafa samband

Sendu okkur skilaboð

Takk fyrir að hafa samband!

bottom of page