top of page

Vel sóttur Aðalfundur

Aðalfundur Krabbameinsfélags Árnessýslu fór fram 18.apríl kl.18:00 í húsnæði félagsins að Eyravegi 31


Vel var mætt á fundinn, sem fór fram samkvæmt hefðbundnum aðalfundarstörfum undir stjórn Margrétar Ingþórsdóttur fundarstjóra. Ritari fundarins var Ingibjörg Jóhannesdóttir.

Kosning stjórnar fór fram og urður niðurstöður þær að engar breytingar urðu á stjórn þar sem Karen Öder og Katrín Stefanía hlutu endurkjör.

Stjórn Krabbameinsfélags Árnessýslu skipa: Svanhildur Ólafsdóttir formaður, Eygló Aðalsteinsdóttir varaformaður, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Guðmunda Egilsdóttir, Karen Öder, Katrín Stefanía Klemenzardóttir, Högni Sigurjónsson. 


Jón Sigurðsson félagsmaður sagði frá sinni upplifun og reynslu af þátttöku í endurhæfingu á vegum félagsins. Frásögnin var einlæg og gaf okkur innsýn í hve mikilvægur endurhæfingarhópurinn er fyrir okkar félagsmenn.


Helgi Hafsteinn og Sigurður Böðvarsson krabbameinslæknar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands voru gestir fundarins og sagði Helgi okkur frá starfseminni á HSU auk þess að fræða okkur um ýmis krabbamein.  


Fundargestum var boðið uppá súpu og brauð í lok fundar og gafst rými fyrir spjall og notalega samveru.


Stjórn félagsins þakkar fyrir góða þátttöku á fundinum og það traust sem stjórninni er sýnt til áframhaldandi uppbyggingar á þjónustu í heimabyggð.


Stjórn Krabbameinsfélags Árnessýslu

Jón Sigurðsson

Helgi Hafsteinn og Sigurður Böðvarsson

80 views

Recent Posts

See All

Comentários


bottom of page