Endurhæfingarhópur Krabbameinsfélags Árnessýslu sem ber heitið, Náum jafnvægi, fór í sína árlegu vorferð fimmtudaginn 16.maí. Þátttakendur hafa stundað endurhæfingu í kjölfar krabbameinsgreiningar frá því í september síðast liðinn og stundað bæði hreyfingu, iðju og notið sálgæslu undir handleiðslu Margrétar Steinunnar sálgætis, sem jafnframt er umsjónarkona hópsins.
Krabbameinsfélag Árnessýslu er virkilega stolt af því starfi sem boðið er uppá í endurhæfingu í kjölfar krabbameinsgreiningar.
Hér má sjá tvær myndir af þátttakendnum sem eru öðrum mikil fyrirmynd og hafa sýnt mikla seiglu og dugnað í sínu endurhæfingarferli.
Comments