Opið hús á Eyravergi 31, Selfossi er sem hér segir:
Mánudögum 11:00-14:00
Miðvikudögum 11:00-14:00
Föstudögum 11:00-13:00
Sjálfboðaliðar taka hlýlega á móti gestum með rjúkandi heitu kaffi og notalegu spjalli.
Fræðsla, Endurhæfing, stuðningshópar
Félagið er með öflugan endurhæfingarhóp þar sem áhersla er á andlega-líkamlega-og félagslega endurhæfingu.
Innihald endurhæfingarinnar er hreyfing, slökun, iðja, sálrænn stuðningur og samverur.
Endurhæfingin, sem er jafnt fyrir þá sem eru í meðferð og þá sem hafa lokið meðferð, fer fram þrisvar til fjórum sinnum í viku. Unnið er að einstaklingsmiðuðum markmiðum í öflugum hópi. Sálgæsla er í höndum Margrétar Steinunnar kennara og sálgætis, hreyfing er í hópi á vegum Sjúkraþjálfun Selfoss sem og hjá Yoga Sálir og áhugafólk og listamenn leiða margskonar iðju. Skráning og frekari upplýsingar eru hjá starfsmanni félagsins að Eyravegi 31 á Selfossi eða í síma 482 1022
Jafningjastuðningshópur fyrir konur hittist einu sinni í mánuði og jafningjastuðningshópur fyrir karla hittist einu sinni í mánuði. Nánari dagsetningar eru birtar á facebookhópnum og á heimasíðunni.
Handavinnuhópurinn Upprekjurnar hittist á fimmtudögum 11:00-14:00 og eru með ýmislegt á prjónunum í góðra vina hópi.
Reglulega er boðið uppá fræðslu af ýmsu tagi, bæði í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands og annað fagfólk í sinni grein. Fræðslan er ávallt frí, opin öllum og leitast er við að bjóða uppá fjölbreytta og gagnlega fræðslu hverju sinni. Fræðsla og námskeið eru auglýst á facebook síðu félgsins og á heimasíðunni.
Í samstarfi við Yoga Sálir Eyravegi 35 á Selfossi býðst félagsmönnum að þiggja notalega slökun og hugleiðslu hjá reyndum og faglegum yoga kennurum. Tímarnir eru á mánudögum kl.15:00 og eru félagsmönnum að kostnaðarlausu.
Gott samstarf er á milli félagsins og krabbameinsdeildar HSU þar sem krabbameinslæknar, félagsráðgjafi og iðjuþjálfi starfa og styðja við starfsemi félagsins. Sjálfboðaliðar frá félaginu eru með viðveru á lyflækningadeild að jafnaði einu sinni í mánuði.
Yfir árið eru ýmsir viðburðir í boði sem auglýstir eru hverju sinni á heimasíðunni og á facebook síðu félagsins.