Um Krabbameinsfélag Árnessýslu
Stuðningur, ráðgjöf, fræðsla
Krabbameinsfélag Árnessýslu er orðið rúmlega hálfrar aldar gamalt og er í dag eitt af öflugri aðildarfélögum Krabbameinsfélags Íslands sem vinnur ötult starf í þágu krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra.
Starfsemi félagsins hefur eflst til muna síðustu ár og erum við innilega þakklát öllum þeim sjálfboðaliðum, félagsmönnum, fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum sem hafa lagt okkur lið í gegnum árin við að byggja starfsemina upp.
Starfsemin byggir nær eingöngu á framlagi sjálfboðaliða og fjárhagslegra styrkja sem koma víðsvegar að úr samfélaginu.
Það veitir okkur styrk í áframhaldandi uppbyggingu á þjónustu að finna samhuginn sem ríkir í samfélaginu.
Krabbameinsfélag Árnessýslu býður bæði uppá einstaklings-og hópaþjónustu og liggur metnaður félagsins í að mæta þörfum okkar félagsmanna.
Árgjald félagsins er 3500 krónur, með því að gerast félagar styður fólk við starsemina auk þess að ganga að allri þjónustu félagsins, sér að kostnaðarlausu.
Núverandi stjórn var kosin á Aðalfundi félagsins 2023 og skipar:
Svanhildur Ólafsdóttir - formaður
Karen Öder Magnúsdóttir - gjaldkeri
Guðbjörg Guðmundsdóttir
Katrín Stefanía Klemenzardóttir
Eygló Aðalsteinsdóttir
Högni Jóhann Sigurjónsson
Guðmunda Egilsdóttir - fjáröflunarstjóri
Erla Guðlaug Sigurjónsdóttir - starfsmaður