Bleik messa í Selfosskirkju
- Svanhildur Olafsdottir
- Oct 1
- 1 min read
Sú skemmtilega hefð hefur myndast að haldin er Bleik messa í Selfosskirkju í bleikum október. Krabbameinsfélag Árnessýslu tekur þátt í messunni og segir félagsmaður frá reynslu sinni og upplifun af krabbameinsferlinu.
Bleikur október í ár, er tileinkaður þeim sem lifa með krabbameini og er Bleika slaufan táknrænn verðlaunagripur til allra þeirra sem eru með eða hafa tekist á við krabbamein.
Fulltrú félagsins í Bleiku messunni, sunnudaginn 5.október kl.11:00, verður Helena Bragadóttir. Hún lifir með krabbameini og tekst á við áskoranir lífsins með jákvæðni og húmor að leiðarljósi.
Við hvetjum ykkur til að mæta í Bleika messu á sunnudaginn.


Comments