top of page
Search

Stuðningur við aðstandendur

Jafningjastuðningshópur fyrir aðstandendur

Krabbameinsfélag Árnessýslu hefur síðustu ár lagt áherslu á þjónustu í heimabyggð og stjórn félagsins lagt sig fram við að mæta þörfum krabbameinsgreindra einstaklinga og fjölskyldna þeirra eftir bestu getu.


Frá febrúar 2026 mun félagið bjóða upp á jafningjastuðningshóp fyrir aðstandendur krabbameinsgreindra og mun hópurinn hittast fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.17:30 í húsnæði félagsins að Eyravegi 31.


Um tilraunaverkefni er að ræða og mun Svanhildur Ólafsdóttir, félagsráðgjafi-og fjölskyldufræðingur leiða hópinn fyrst um sinn.

Markmið með jafningjastuðningshópnum er að skapa vettvang fyrir maka og/eða fullorðna aðstandendur, til að ræða saman á tilfinningalegum nótum og þiggja stuðning hvert hjá öðru.


Er það von okkar í Krabbameinsfélagi Árnessýslu að með tilkomu hópsins sé aðstandendum mætt, til að ræða sína upplifun og líðan meðal jafningja.


Hlökkum til að hitta ykkur þriðjudaginn 3.febrúar kl.17:30, Eyravegi 31 á Selfossi.

Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við félagið á netfangið arnessysla@krabb.is eða í síma 482 1022 


 
 
 

Comments


  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram

Krabbameinfélag Árnessýslu

Reikningsupplýsingar:

325-26-430797

kt. 430797-2209

Þökkum stuðninginn

© 2021 Krabbameinfélag Árnessýslu.
Framkvæmd og öryggi aðstoðað af Wix

Hafa samband

Sendu okkur skilaboð

Takk fyrir að hafa samband!

bottom of page