top of page
Search

Dagskrá haustsins

Síðastliðinn föstudag, 5.september var haldin stutt kynning á starfi haustsins og mættu fjölmargir til okkar á Eyraveginn til að kynna sér dagskrána.


Ýmsar nýjungar verða í haust en þó verður að mestu hefðbundin dagskrá sem hefur fest sig í sessi við góðar undirtektir félagsmanna.


Smávægilegar breytingar verða á endurhæfingu félagsins en nýverið gengu Krabbameinsfélag Árnessýslu og Sjúkraþjálfun Selfoss í samstarf og mun Sjúkraþjálfun Selfoss nú bjóða uppá hópmeðferð í kjölfar krabbameinsgreiningar. Iðja, Yoga Nidra, teygju-og slökunartímar auk sálgæslu verða áfram innan endurhæfingarpógrammsins.

Félagið mun endurvekja samveru og hvíldarhelgi í Bergheimum að Sólheimum í Grímsnesi, en fyrir nokkrum árum stóð félagið fyrir slíkum viðburðum og var þátttaka ávallt góð og ánægjuleg. Stefnt er að því að dvelja helgina 17.-19. október og hægt að nálgast allar frekari upplýsingar og skrá sig á skrifstofu okkar í opnu húsi.


Áfram munum við bjóða upp á fjölbreytta fyrirlestra og skemmtileg námskeið, efna til fjölskyldustundar á aðventunni og gera okkur glaðan dag á jólahlaðborði í desember.


Bleika Boðið verður haldið föstudaginn 10.október á Hótel Selfoss og hafa landsfrægir listamenn boðið fram krafta sína til að efla viðburðinn okkar.


Fylgist endilega með á facebook síðu félagsins en einnig höldum við úti facebook síðunum Brosið (virkir félagsmenn), Smárarnir (karlahópur), Krabb.Árnessýslu fyrir 18-45 ára og Náum Jafnvægi (endurhæfing).


Minnum á símanúmerið okkar, 482 1022 og netfangið arnessysla@krabb.is

Svanhildur, formaður félagsins kynnti dagskrá haustsin
Svanhildur, formaður félagsins kynnti dagskrá haustsin
Góð mæting var á kynninguna
Góð mæting var á kynninguna
Stefán Magni sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Selfoss, kynnti fyrirkomulag hópþjálfunar innan endurhæfingarinnar
Stefán Magni sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Selfoss, kynnti fyrirkomulag hópþjálfunar innan endurhæfingarinnar

 
 
 

Recent Posts

See All
Fyrirlestur um Lífeyrismál

Áhugaverður og gagnlegur fyrirlestur verði í boði þriðjudaginn 23.september kl.17:00 í sal Krabbameinsfélags Árnessýslu að Eyravegi 31....

 
 
 

Comments


  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram

Krabbameinfélag Árnessýslu

Reikningsupplýsingar:

325-26-430797

kt. 430797-2209

Þökkum stuðninginn

© 2021 Krabbameinfélag Árnessýslu.
Framkvæmd og öryggi aðstoðað af Wix

Hafa samband

Sendu okkur skilaboð

Takk fyrir að hafa samband!

bottom of page