Fyrirlestur um Lífeyrismál
- Svanhildur Olafsdottir
- 12 minutes ago
- 1 min read
Áhugaverður og gagnlegur fyrirlestur verði í boði þriðjudaginn 23.september kl.17:00 í sal Krabbameinsfélags Árnessýslu að Eyravegi 31.
Fyrirlesturinn ber heitið Lífeyrismál á öllum aldri og er gagnlegt og skemmtilegt erindi um uppbyggingu og töku lífeyris.
Meðal þess sem rætt verður um er: • Hvernig veljum við okkur lífeyrissjóð? • Eigum við að skrá okkur í tilgreinda séreign? • Hversu mikill getur lífeyrir okkar orðið? • Hvernig tryggjum við fjölskyldu okkar? • Hvernig gerum við sem mest úr hverri krónu?
Fyrirlesari er Björn Berg Gunnarsson, sjálfstæður fjármálaráðgjafi.
Sem fyrr er aðgangur frír og allir velkomnir.
Hvetjum ykkur til að fjölmenna á þennan fyrirlestur sem fjallar um efni sem við öll þurfum að huga að
Comments