top of page
Writer's pictureSvanhildur Olafsdottir

Spennandi dagar framundan

Bleiki dagurinn í dag, 23.október var heldur betur skemmtilegur og þökkum við þeim fjölmörgu gestum sem kíktu til okkar í bleikt kaffiboð á Eyraveginum.

Vinnustaðir tóku sig saman og gerðu sér bleikan og skemmtilegan dag og svignuðu borðin á kaffistofunum undan bleikum veitingum. Eflaust gotterí frá GK Bakarí og Almari Bakara verið á mörgum borðum.


En ekki er allt búið enn og ýmislegt framundan um helgina.

Við bjóðum uppá fyrirlestur í húsnæði okkar á morgun, fimmtudaginn 24.okt kl.17:00 en þá mun Nína Dóra Sjúkraþjálfari vera með fræðslu og gagnlegar æfingar varðandi sogæðabjúg en mörg þekkjum við einkenni og vandkvæði í sogæðabjúgskerfinu í kjölfar aðgerða.


Námskeiðinu Betri rútína og Betri svefn, Betri líðan sem Krabbameinsfélag Íslands heldur, verður streymt frá 13:00-14:30 á skjánum á Eyraveginum.  Námskeiðið fer fram fjóra fimmtudaga frá kl. 13:00 – 14:30. Það hefst 24. október og því lýkur 14. nóvember.  Leiðbeinandi er Inga Rún Björnsdóttir, sálfræðingur hjá Betri svefni. Á námskeiðinu verður farið yfir áhrif streitu og ýmisa lífsstílstengda þætti sem geta haft áhrif á svefn og líðan. Þátttakendur fá verkfæri í hverri viku sem stuðla að því að bæta rútínu og svefn og geta einnig fengið einstaklingsmiðaðar ráðleggingar. Námskeiðið er ætlað þeim sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum, aðgangur frír og allir velkomnir.


Það verður opið hús á Eyraveginum, föstudaginn 25.október milli 11:00-14:00 og rjúkandi heitt kaffi í boði ásamt góðu spjalli.


Laugardaginn 26.október stendur Crossfit Selfoss fyrir styrktaræfingu þar sem allir geta skráð sig gegn 5000kr gjaldi en bolur fylgir skráningargjaldi. Allir geta tekið þátt á æfingunni og skemmt sér saman. Æfingin hefst kl.10:00, skráning fer fram hjá Sigrúnu á netfanginu sigrun@crossfitselfoss.is  Þess má geta að strákarnir hjá @babubabu.is verða á staðnum og hægt verður að heita á þá (frjáls framkög) gegn verðlaunum. Allur ágóði rennur óskiptur til Krabbameinsfélags Árnessýslu.


Sunnudaginn 27.október er upplagt að fá sér bíltúr í gömlu Kartöflugeymsluna á Eyrarbakka og gæða sér á gómsætum bleikum bollakökum sem Lovísa Bakari býður uppá til styrktar félaginu.


Og til að ljúka góðri helgi mælum við með að mæta í Bleika kvöldmessu sunnudaginn 27.október í Hveragerðiskirkju kl.20:00


Njótið samverunnar kæru félagar





12 views

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page